Fara í efni

Fréttayfirlit

07.07.2010

Hættu að hanga, farðu að ganga

Ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir auk annarra nytsamra upplýsinga fyrir ferðamenn. Á síðunni er einnig að finna upplýsi...
07.07.2010

Laus störf hjá Landmælingum Íslands

Laus eru til umsóknar tvö störf hjá Landmælingum Íslands. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst og ráðið verður í störfin frá og með 1. október 2010. Nánari upplýsingar er að finna hér í pdf skrá.
16.06.2010

Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði

Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í ...
11.06.2010

Atvinnuátak fyrir námsmenn

Nýlega fengu Landmælingar Íslands heimild frá Vinnumálastofnun til að ráða tíu námsmenn og/eða atvinnuleitendur til vinnu í sumar. Um er að ræða átak í atvinnumálum námsmanna til að draga úr atvinnuleysi. Fimm námsmenn og einn atvinnuleitandi munu...
27.05.2010

Ný útgáfa IS 50V

Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. ...
27.05.2010

Aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega

Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi.  Nánari upplýsingar má finna á vef umhverfisráðuneytisins.
07.05.2010

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010

Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010. SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í fimmta sinn að þess...
03.05.2010

Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki o...
29.04.2010

Vel heppnað málþing

Þann 29. apríl var haldið málþing í húsnæði OR um sameiginlegt landshnitakerfi fyrir Ísland. Á málþingið mættu 43 aðilar frá stofnunum, verkfræðistofum, fyrirtækjum og bæjar- og sveitarfélögum. Eftir erindin, fór fram umræða um þann vanda sem við ...
23.04.2010

Ný og hraðvirkari kortaþjónusta

Opnuð hefur verið einfaldari og hraðvirkari kortaþjónusta fyrir IS 50V gögn, gervitunglamyndir og Atlaskort. Þetta er tilraunaútgáfa sem fyrst um sinn verður sett fram á þennan einfalda hátt en ekki er loku fyrir það skotið að meiri virkni verði b...
20.04.2010

Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi

Til þess að ræða kosti þess að á Íslandi verði notað eitt sameiginlegt landshnitakerfi er boðað til málþings í samvinnu Landmælinga Íslands og Orkuveitu Reykjavíkurþann 29. apríl kl. 9:00 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Ákva...
19.04.2010

Örnefni mánaðarins

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skemmtileg umfjöllun um örnefni á Fimmvörðuhálsi sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Kíkið endilega í heimsókn þangað. Örnefni mánaðarins