Innlent samstarf
Fyrir Landmælingar Íslands er samvinna við stofnanir, ráðuneyti, sveitarfélög og fyrirtæki á starfssviði stofnunarinnar mjög mikilvæg til að ná árangri í grunnverkefnum á sviði landmælinga og kortagerðar hér á landi. Í gildi eru fjölmargir samstarfssamningar við stofnanir og sveitarfélög þar sem markmiðið er að ná sem mestri hagkvæmni við verkefnin og að skiptast á gögnum og þekkingu. Eftirfarandi eru dæmi um samstarfsverkefni undanfarin ár:
- Samvinna um uppbyggingu á grunngerð landupplýsinga í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, önnur ráðuneyti, sveitarfélög og stofnanir.
- GPS mælingar á vegum og slóðum í samvinnu við Vegagerðina og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
- Skilgreining á opinberu vegakerfi landsins í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Landgræðslu ríkisins, Vatnajökulsþjóðgarð, Skipulagsstofnun og sveitarfélög.
- Uppbygging á nýju hæðarkerfi fyrir Ísland í samvinnu við Vegagerðina og Landsvirkjun.
- Mælingar á hnitakerfi landsins í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Orkustofnun, Vegagerðina og fjölmargar aðrar stofnanir og sveitarfélög.
- Rekstur og miðlun gagna frá GPS jarðstöðvum í samvinnu við Veðurstofu Íslands.
- Corine gagnagrunnur um landgerðir og landnotkun í samvinnu við flest sveitarfélög og ýmsar stofnanir eins og Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríksins, Landbúnaðarháskóla Íslands, Veðurstofuna, Bændasamtök Íslands ofl.
- Uppbygging og viðhald á IS 50V gagnagrunninum af Íslandi í samvinnu við Þjóðskrá Íslands, Vegagerðina, innanríkisráðuneytið, Umhverfisstofnun ofl.
- Öflun Spot 5 gervitunglagagna af Íslandi í samvinnu við fjölmargar stofnanir og sveitarfélög.
- Vinna við að skilgreina landbúnaðarland í samvinnu við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landgræðslu ríkisins, Matvælastofnun Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands.
- Öflun nákværma hæðarupplýsinga af jöklum landsins í samvinnu við Veðurstofu Íslands, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands ofl.
- Samvinna við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við uppbyggingu á gagnagrunni um örnefni á Íslandi.
- Samvinna við Lísu samtökin og ýmsar stofnanir og sveitarfélög við að þróa og gefa út staðal um flokkunarlista fyrir landupplýsingar.
- Samvinna við Hagstofu Íslands um miðlun tölfræðilegra upplýsinga á kortum.
- Samvinna við Ferðamálastofu um skráningu og notkun landupplýsinga í ferðaþjónustunni.