Fara í efni

Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði

Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í Ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Nöfnin vísa til Þórsmerkur og Goðalands, en Magni og Móði voru synir þrumuguðsins Þórs. Í greinargerð starfshópsins segir að löng hefð sé fyrir því að örnefni á þessu svæði vísi til norrænnar heiðni. Eldgosið hófst að kvöldi tuttugasta mars og stóð í þrjár vikur.