INSPIRE
Lykilmarkmið INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins er að bæta og auka aðgengi að landfræðilegum upplýsingum. Áherslan beinist aðallega að upplýsingum sem þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að fylgjast með og bæta ástand umhverfisins og eru þar með taldir þættir vatns, jarðvegs og náttúrulegs landslags.
INSPIRE er ekki ætlað að tryggja að fram fari öflun nýrra gagna en þess í stað er tilskipuninni ætlað að nýta sem best tækifæri til að nota gögn sem þegar eru fyrir hendi með því að láta skrá þau, taka í notkun þjónustu sem stefnir að því að gera staðbundin gögn aðgengilegri og gagnvirkari fyrir fleiri aðila og með því að fást við hindranir sem koma í veg fyrir að staðbundin gögn séu nýtt.