Hér er hægt að sækja öll gögn Landmælinga Íslands frítt til niðurhals
Þjónusta
Landmælingar Íslands veita aðgang að landfræðilegum gögnum ásamt þjónustu á starfssviði sínu. Það helsta sem boðið er upp á er:
- Gjaldfrjáls aðgangur að loftmyndasafni og skönnuðum loftmyndum.
- Gjaldfrjáls aðgangur að skönnuðum landakortum af Íslandi.
- Gjaldfrjáls aðgangur að landfræðilegum gagnasöfnum af öllu Íslandi á vektor formi t.d. í viðmiðunarmælikvörðunum 1:50 000 og 1:500 000.
- Aðstoð við að reikna hnit á milli hnitakerfa (Cocodati/Varpi).
- Sérvinnsla verkefna vegna gagna stofnunarinnar og á starfssviði hennar.
- Útgáfa leyfa vegna dreifingar, birtingar, útgáfu eða endurprentunar á gögnum í vörslu stofnunarinnar. Leyfin eru án endurgjalds.
- Annað sem umhverfis- og auðlindaráðherra eða ráðuneyti kann að fela stofnuninni.