Fara í efni

Vel heppnað málþing

Þann 29. apríl var haldið málþing í húsnæði OR um sameiginlegt landshnitakerfi fyrir Ísland. Á málþingið mættu 43 aðilar frá stofnunum, verkfræðistofum, fyrirtækjum og bæjar- og sveitarfélögum. Eftir erindin, fór fram umræða um þann vanda sem við glímum við vegna jarðhræringa hér á Íslandi. Fundargestir voru sammála um að til að ná fram sem allra mestri hagræðingu í vinnu með landupplýsingar, í hönnun og í ýmsum framkvæmdum þurfa allir að vinna í sama hnitakerfinu.

Aftur á móti voru skiptar skoðanir á því hvernig best væri að viðhalda kerfinu og gera það sem aðgengilegast fyrir notendur. Í fundarlok kynntu Landmælingar Íslands hugmynd um að stofna vinnuhóp sem væri vettvangur umræðna um hvernig væri best að innleiða nýja viðmiðun, greina hvað skref þyrftu aðilar eins og sveitarfélög og stofnanir að taka til að innleiðingin heppnaðist sem best. Vinnuhópurinn á einnig að vera vettvangur fyrir notendur og sérfræðinga í landmælingageiranum til að hittast og skiptast á upplýsingum. Öllum stofnunum, fyrirtækjum, verkfræðistofum, og bæjar- og sveitarfélögum er velkomið að tilnefna einn fulltrúa í vinnuhópinn. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Þórarinn Sigurðsson hjá Landmælingum Íslands (thorarinn@lmi.is) .

Erindi málþingsins

Varpanir og leiðir til að viðhalda hnitakerfum í framtíðinni - Guðmundur Valsson LMÍ

Gildi samrænna vinnubragða og aðgangs að upplýsingum - Þór Sigurþórsson Mosfellsbæ

Sameiginleg sýn, eitt hnitakerfi - Ásgeir Sveinsson OR

Erindi VG - Jón Erlingsson VG

VRS-og-notandinn - Sveinbjörn Sveinbjörnsson ÍSMAR