Fara í efni

Vel heppnaður fundur í Færeyjum

Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði  Umhverfisstofunnar (www.us.fo) dagana 29. ágúst – 1. september 2010. Á fundinn mættu um 40 manns frá 8 stofnunum frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Grænlandi. Frá Íslandi mættu fulltrúar frá Landmælingum Íslands og Þjóðskrá Íslands. Fyrir fundinum lágu ýmis málefni en að þessu sinni var mikil áhersla lögð á að ræða og skipulegga störf norrænna vinnuhópa til að ná sem allra bestum árangri í störfum þeirra. Einnig var undirritaður nýr samningur um samstarfið. Grænland gerðist á þessum fundi sjálfstæður aðili að samstarfinu með undirskrift samningsins. Næsti fundur norrænu kortastofnananna verður í Finnlandi í byrjun september 2011. Frétt á vef Umhverfisstofunnar í Færeyjum: http://www.us.fo/Default.aspx?ID=5491&M=News&PID=6501&NewsID=3251&CATID=29 Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.