Samevrópskt landflokkunarverkefni
CORINE
Það hefur lengi verið vitað að náttúra Íslands er talsvert frábrugðin öðrum löndum. Með niðurstöðum CORINE-verkefnisins er hægt að setja fram ákveðnar tölur um landstærðir þessu til stuðnings.
CORINE er samevrópskt landflokkunarverkefni sem flest Evrópulönd taka þátt í. Verkefnið felur í sér kortlagningu á landgerðum samkvæmt staðli og er unnið með sömu aðferðum á sama tíma í öllum þátttökulöndunum. CORINE-flokkunin er uppfærð á nokkurra ára fresti eftir nýjum myndgögnum. Megintilgangur verkefnisins er að afla sambærilegra umhverfisupplýsinga fyrir öll Evrópuríki og fylgjast með breytingum sem verða með tímanum á landnotkun í álfunni.
Fyrsta CORINE-flokkunin var gerð um 1990 og uppfærð árið 2000. CORINE-flokkunin hefur síðan verið uppfærð á sex ára fresti, nú síðast í nóvember 2018. Umhverfisstofnun Evrópu hefur yfirumsjón með CORINE og sjá Landmælingar Íslands um vinnuna fyrir Ísland.
Skýrslur
CORINE skýrsla– samantekt 2012 – 2018
CORINE skýrsla – samantekt 2006 – 2012
CORINE skýrsla – samantekt á ensku, febrúar 2015
CORINE skýrsla – samantekt, nóvember 2009
CORINE - lýsigagnagátt
Final Report (á ensku)
Lokaskýrsla CORINE - október 2009
Hafið samband við Landmælingar Íslands lmi@lmi.is ef þið viljið fá gögnin eða myndirnar í skýrslunni í fullri upplausn og ef þið hafið grun um villur í skýrslunni. Skýrslan er síðan uppfærð strax ef ábending um villu á við rök að styðjast.