Fara í efni

Um grunngerð landupplýsinga

 Landupplýsingar

Landupplýsingar eru grunngögn sem þarf til að búa til landakort, skipulagskort eða hvað sem er sem bundið er staðsetningu. Þetta á við hvort sem landupplýsingarnar enda á stafrænum- eða prentuðum miðli. Landupplýsingar eru birtar sem línur, flákar, punktar, myndir eða textar líkt og vegir, heimilisföng, hæðarlínur, vötn / ár, lagnir, örnefni, skipulögð svæði o.m.fl. Við landupplýsingar er jafnframt hægt að tengja töflugögn líkt og lýðfræðiupplýsingar eða mælingar á umhverfinu.

Grunngerð landupplýsinga

Grunngerð landupplýsinga á Íslandi er verkefni sem felur í sér aðgengi og samtengingu við allar opinberar landupplýsingar á Íslandi. Grunngerð má því einnig orða sem samræmt skipulag landupplýsinga. Undir þetta verkefni falla allar landupplýsingar sem stofnanir og sveitarfélög á Íslandi eiga. Með grunngerð landupplýsinga er þó ekki aðeins verið að tala um gögnin sjálf heldur nær hugtakið yfir alla tækni, stefnur, staðla og mannauð sem þarf til að afla, vinna úr, varðveita, miðla og auka nýtingu á landupplýsingum.

INSPIRE tilskipunin

Mikið er til af landupplýsingum í opinberri eigu í Evrópu en aðgengi að þeim er oft lítið sem ekkert. Aðgengismál opinberra landupplýsinga er helsta ástæða þess að Evrópusambandið ákvað að gefa út tilskipun um að byggja upp grunngerð (e. infrastructure) fyrir stafrænar landupplýsingar í evrópska samfélaginu sem nefnd hefur verið INSPIRE. Lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi voru staðfest árið 2011 og reglugerðir henni fylgjandi í kjölfarið. Lögin kveða m.a. á um ábyrgð opinberra aðila við innleiðingu laganna og innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar