Starfsmannastefna Landmælinga Íslands
Við vitum hver markmið og hlutverk Landmælinga Íslands eru og störfum samkvæmt stefnumótun stofnunarinnar
Gildi
Nákvæmni
Við vöndum vinnubrögð og öflum okkur sífellt nýrrar þekkingar. Við notum nýjustu tækni til að gögn
og upplýsingar sem koma frá LMÍ séu áreiðanlegar og öruggar fyrir notendur.
Notagildi
Við gætum þess að gögn og upplýsingar samræmist kröfum samfélagsins um notagildi. Við leggjum
áherslu á öflugt samstarf, upplýsingagjöf og gott að gengi að gögnum.
Nýsköpun
Við sýnum frumkvæði og sveigjanleika og leitum sífellt nýrra leiða við að auka virði og notagildi
gagna, ferla og samstarfs, Við nýtum okkur innlent og erlent samstarf til að leita nýrra tækifæra og
þekkingar.
Ráðning starfsfólks
- Við vöndum ráðningar á starfsfólki til að tryggja rétt fólk á réttum stað
- Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum því starfsþjálfun og tengilið vegna starfsins
Starfsumhverfi
- Við fellum starfsumhverfi að þörfum starfseminnar og gerum starfsvettvanginn eftirsóknarverðan
- Með gagnkvæmum sveigjanleika og fjölskylduvænum starfsskilyrðum samræmum við starf og einkalíf
- Við leggjum kapp á öflugt upplýsingastreymi um málefni stofnunarinnar
- Við gætum jafnræðis/jafnréttis í hvívetna
- Við berum ábyrgð á góðum samskiptum, jákvæðni, virðingu og hrósi og ræðum það sem betur má fara
- Við sýnum hvort öðru og stofnuninni trúnað
Starfsþróun og fræðsla
- Við leggjum áherslu á starfsþróun, faglega þekkingu og hæfni með endurmenntun og þjálfun
- Við náum árangri með frumkvæði, metnaði og ábyrgð
Heilbrigt líferni og góður félagsandi
- Við stuðlum að heilbrigðu líferni
- Við stuðlum að góðum félagsanda