Fara í efni

Opin gögn af Evrópu

Eurogeographics, eru samtök korta og fasteignastofnana í Evrópu. Í samtökunum eru 60 stofnanir frá 47 löndum og eru þau faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Náttúrufræðistofnun er aðili að EuroGeographics fyrir Íslands hönd en þátttaka íslensku stofnananna er mjög mikilvæg og tengist hagsmunagæslu Íslands og þekkingaröflun um hvað gerist í Evrópu á þessu sviði.

Samtökin taka saman og samræma ýmis kortagögn frá evrópskum korta- og fasteignastofnunum sem ná yfir alla Evrópu og má sjá upplýsingar um hér.  

Meðal þeirra gagna eru: EuroGlobalMap (EGM):Mælikvarði 1:1 milljón. Gagnasett sem nær yfir 45 Evrópulönd. Það inniheldur lög eins og samgöngukerfi, byggðir, vatnafar og stjórnsýslumörk. EuroDEM: Stafræn og samræmt hæðarlíkan (DEM) af Evrópu. EuroBoundaryMap (EBM): Samfellt gagnasett af stjórnsýslueiningum (svæðum og sveitarfélögum) í Evrópu. EuroRegionalMap (ERM): Mælikvarði 1:250,000. Gagnasett sem nær yfir stóran hluta Evrópu. Það inniheldur upplýsingar um samgöngur, vatnafar, byggðir og landnýtingu.

Gögnin eru aðgengileg án endurgjalds.