Fara í efni

Gjaldskrá

                                                                                                                                                   3. apríl 2018

GJALDSKRÁ
Landmælinga Íslands.
1. gr.
Almennt um gjaldtöku Landmælinga Íslands.
Landmælingar Íslands bjóða aðgang að landupplýsingum og tengdum gögnum í eigu eða
umsjón stofnunarinnar. Aðgangur að stafrænu efni og birting þess er gjaldfrjáls nema annað sé tekið
fram. Um notkun og birtingu gagna gilda lög nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð og
Almennir skilmálar um landfræðilegar upplýsingar og gögn Landmælinga Íslands.
Af sérhæfðri þjónustu á fagsviðum Landmælinga Íslands innheimtir stofnunin gjöld skv. 2. gr.
Allar fjárhæðir í gjaldskrá þessari eru tilgreindar án virðisaukaskatts.
2. gr.
Sala á sérhæfðri þjónustu.
Landmælingar Íslands innheimta gjöld af sérhæfðri þjónustu á fagsviðum stofnunarinnar skv. 2.
og 3. tölul. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 103/2006. Tímagjald fyrir sérhæfða þjónustu er:
Almennt gjald kr. 9.900 á hverja klukkustund.
Sérfræðinga gjald kr. 13.500 á hverja klukkustund.
Lágmarksgjald fyrir sérhæfða þjónustu er kr. 2.500. Stærri verkefni eru unnin samkvæmt tilboði
miðað við ákveðinn tímafjölda.
3. gr.
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 7. gr. laga nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð.
Með vísan í auglýsingu um breytingu á gjaldskrá Landmælinga Íslands nr. 337/2018