Fara í efni

Vísindavika norræna landmælingaráðsins

Um árabil hafa Landmælingar Íslands tekið virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði landmælinga í samtökunum Nordiska Kommissionen för Geodesi (NKG) www.nkg.fi. Markmið starfsins er að miðla þekkingu og efla samstarf Norðurlandanna á sviði landmælingafræða. Á vegum NKG starfa í dag fjórir vinnuhópar sem vinna að sértækum verkefnum á sviði landmælinga og öðrum tengdum greinum eins og jarðeðlisfræði.

Dagana 12. til 14. mars næstkomandi verða haldnir vinnufundir hjá hópunum og fara fundirnir fram í Reykjavík. Auk fundanna verður haldin vinnustofa sem mun taka heilan dag en þar mun verða fjallað um landris í Skandinavíu og á Íslandi. Þátttakendur verða frá öllum Norðurlöndunum ásamt Eystrasaltslöndunum, þar er um að ræða sérfræðinga og vísindamenn sem starfa hjá háskólum og systurstofnunum Landmælinga Íslands á Norðurlöndum.

Nánar má fræðast um vísindavikuna með því að smella á slóðina http://www.lmi.is/nkg2013/ 

 

 

Â