Viðurkenning fyrir nýsköpun í opinberum rekstri
Landmælingar Íslands fengu þann 3. nóvember 2011 viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri fyrir verkefnið "Örnefni á vefnum á ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík. Viðurkenningin var afhent af Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra en að ráðstefnunni stóðu Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands, fjármálaráðuneytið, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Lögreglan á Hvolsvelli hlaut Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri 2011 vegna verkefnisins Skipulag rýminga vegna jökulhlaupa sem fylgja eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli. Samstarf íbúa og almannavarnayfirvalda.
Þá fengu auk verkefnis Landmælinga Íslands eftirtalin tvö verkefni sérstaka viðurkenningu: Blindrabókasafn Íslands fyrir verkefnið Yfirfærsla bókakosts Blindrabókasafns Íslands yfir á stafrænt form og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefnið Notkun samfélagsmiðla (Facebook og Twitter) á sviði löggæslu.
Nánari upplýsingar eru á nýsköpunarvefnum sem var opnaður á ráðstefnunni um nýsköpun í opinberum rekstri.
Â