Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Miðvikudaginn 7. nóvember hittust í fyrsta sinn vinnuhópar vegna landupplýsinga vatnafars og samgangna. Vinnuhóparnir eru hugsaðir sem stuðningur við innleiðingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi ásamt innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins. Á fundinum var samankomi rjómi landupplýsingasérfræðinga þessara þema frá 8 stofnunum og fóru þeir yfir helstu einkenni og eiginleika sinna gagnasetta. Ljóst er allt frá upphafi að eitthvað af gögnum munu færast milli stofnana í framtíðinni þannig að ein stofnun haldi utanum sameiginleg gagnasett. Þá er gert ráð fyrir að unnið verði að enn betri samnýttingu og aðgengi vatnafars- og samgöngugagna en verið hefur. Ef einhver hefur áhuga á þátttöku í þessum vinnuhópum þá er hægt að hafa samband við Landmælingar Íslands. Meðfylgjandi eru hlekkir á kynningar sem haldnar voru á fundinum m.a. um tilgang vinnunar og gagnasetti Orkustofnunar um grunnvatnshlot.