Útboð á loftmyndum af Íslandi
Nýlokið er útboði á loftmyndum af Íslandi sem Landmælingar Íslands buðu út í samráði við Ríkiskaup. Útboðið er í beinu framhaldi af útboði sem framkvæmt var á síðasta ári og var kært af Loftmyndum ehf. og þurfti því að bjóða aftur út. Fyrirtækið hefur einnig kært seinna útboðið og er beðið úrskurðar kærunefndar útboðsmála.
Þau tilboð sem borust í verkið má sjá hér: https://www.rikiskaup.is/is/innkaup_og_utbod/opnunarfundargerdir-1/opnunarskyrslur/22122-digital-aerial-ortho-imagery-in-iceland