Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum
Uppfærslur fyrir árið 2017 á EuroBoundaryMap og EuroRegionalMap eru nú komnar á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands auk þess sem lýsigögn hafa verið uppfærð í lýsigagnagáttinni.
Í EuroBoundaryMap sem er í mælikvarða 1:100 000 eru stjórnsýslumörk og mannfjöldatölur uppfærðar árlega. Í EuroRegionalMap sem er í mælikvarða 1:250 000 er allur gagnagrunnurinn uppfærður á tveggja ára fresti og unnið með misjöfn lög ár hvert. Árið 2017 var unnið að uppfærslum í vatnafari, örnefnum og í lagi sem nefnist ýmislegt og inniheldur m.a. skóla, vita, söfn, lögreglustöðvar, ráðuneyti, bóndabæi, námur, þjóðgarða, friðlönd, rafmagnslínur ásamt fleiri upplýsingum.
Við uppfærslur á Evrópugrunnunum er notast við IS 50V gagnagrunn Landmælinga Íslands og gögn þar einfölduð. Einnig eru ýmsar upplýsingar sóttar til annarra stofnana.