Fara í efni

Uppfærsla á IS 50V gögnum tilbúin til niðurhals

Hjá Landmælingum Íslands er stöðugt unnið að uppfærslu landupplýsingagrunna og með því er séð til þess að ávallt séu til staðar aðgengilegar traustar landupplýsingar af öllu landinu. Á niðurhalssíðu stofnunarinnar http://atlas.lmi.is/LmiData/index.php er nú komin nýjasta uppfærsla á sex lögum af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á hæðargögnum, vatnafari, mannvirkjum, örnefnum, samgöngum og strandlínu.

 Breytingar eru mismiklar eftir lögum en flestar breytingarnar er að finna í örnefnalagin, vatnafarinu, punktalaginu í mannvirkjum og hæðargögnum í vegalaginu samgöngum. Minniháttar breytingar eru á strandlínu, línulaginu í hæðargögnum og flákalaginu í mannvirkjum. Línulagið og fjarskiptapunktalagið í mannvirkjum og flákalagið í samgöngum eru óbreytt milli útgáfa. Sú breyting hefur verið gerð að örnefni með útliti (anno-lög) fylgja ekki lengur með IS 50V örnefnagrunninum.

 Til gamans má geta þess að nú í desember eru 10 ár síðan fyrsta útgáfa af IS 50V grunninum kom út.

 Nánari upplýsingar um breytingar á lögum IS 50V er hægt að finna í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands http://gatt.lmi.is/geoportal122/catalog/main/home.page

Â