Uppfærslur á IS 50V kortagrunninum
Það er stöðug vinna í gangi við að uppfæra kortagrunninn IS 50V. Það sem af er ári þessu ári hafa komið út uppfærslur á nokkrum lögum hans.
Ný útgáfa af Vatnafari kom í mars en með uppfærslu í kringum Langjökul og Hofsjökul. Upplýsingar um útlínur jöklanna komu frá Veðurstofu Íslands en Sentinel gervitunglamyndir frá haustmánuðum 2021 voru notaðar við uppfærsluna. Í kjölfar breytinganna á jöklunum þurfti að lagfæra vatnafarið í kringum þá og var notast var við myndir frá Sentinel og Loftmyndum við það verk.
Strandlínan hefur einnig verið uppfærð við marga þéttbýlisstaði en þar er aðallega um að ræða breytingar vegna framkvæmda við hafnir og uppfyllingar. Við uppfærsluna var notast við nýlegar loftmyndir frá Loftmyndum. Við uppfærslu standlínunnar þá breytast lögin Mörk og Mannvirki (útlínur þéttbýlisstaða) einnig.
Í kjölfar nýrra upplýsinga um íbúafjölda frá Hagstofunni hafa þær tölur verið uppfærðar í IS 50V.
Fyrsta útgáfa ársins af fjórum af Örnefnum kom út í mars. Frá síðustu útgáfu þá hefur mest verið skráð af skráningaraðilum á Norður- og Austurlandi. Innanhúss hafa örnefni verið hnituð inn af kortum og loftmyndum af drifum og í skjalasafni stofnunarinnar. Þegar útgáfan kom út þá var heildarfjöldi staðsettra örnefna kominn í 181.500. Uppfærð örnefni birtast svo vikulega í vefsjám.