Unnið að nýrri Landupplýsingagátt
Um þessar mundir eru Landmælingar Íslands að skoða nýjan hugbúnað fyrir Landupplýsingagáttina. Núverandi gátt er byggð á ESRI GeoPortal Server hugbúnaði (http://gatt.lmi.is ). Ætlunin er að ný gátt notist við GeoNetwork 3 en með því verður viðmótið á gáttinni notendavænna og tengingar auðveldari. Ætlunin er að skráningaraðilar lýsigagna muni fá nýtt og notendavænna skráningarviðmót. En þau gögn sem þegar eru skráð í Landupplýsingagáttina verða færð yfir í nýtt viðmót af LMÍ. Nú er unnið að því að íslenska viðmótið fyrir gáttina og að setja það upp til reynslu. Gert er ráð fyrir að nýtt viðmót verði kynnt á haustmánuðum en fram að því verður áfram notast við núverandi gátt og mun skráning lýsigagna haldast óbreytt að sinni.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar þennan hugbúnað er bent á eftirfarandi slóð: http://geonetwork-opensource.org/