Umhverfisráðherra í heimsókn
Í dag heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Landmælingar Íslands. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.Svandís átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem rædd voru helstu verkefni og áherslur. Auk þess var haldinn fundur með öllum starfsmönnum. Á starfsmannafundinum fékk ráðherra afhenta skýrslu um nýtt hæðarkerfi Íslands, sem kom út fyrr í þessum mánuði. Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur og aðalhöfundur skýrslunnar afhenti ráðherra fyrsta eintak skýrslunnar.