Fara í efni

Torfajökull - hæðarlíkan

ðarlíkan dagsins er af Torfajökli. Á myndinni sést Torfajökull eins og hann leit út árið 1958 á loftmyndum Landmælinga Íslands. Líkanið er gott dæmi um notagildi eldri loftmynda af landinu. Til að meta breytingar á rúmmáli og útbreiðslu jökla vann dr. Joaquín M. C. Belart, starfsmaður Landmælinga, þetta hæðarlíkan og annað mun yngra eða frá því um 2011. Samanburður hæðarlíkana frá ólíkum tímum gefur til kynna breytingar á magni og útbreiðslu jökla yfir umrætt tímabil. Yngra líkanið byggir á lidar-hæðargögnum, sem aflað var af jöklum landsins vegna alþjóðaheimskautaársins. Á myndinni má sjá rauða punktalínu sem sýnir útbreiðslujökulsins árið 2011. Grein um niðurstöður þessa verkefnis birtist nýlega í tímaritinu Jökli: Belart, J.M.C. and Magnússon E.,Torfajökull ice cap, S-Iceland 1958, Jökull, 66 (2016).

Loftmyndasafn Landmælinga Íslands hefur að geyma um 140.000 loftmyndir frá árunum 1937 – 2000 sem nýtast mjög vel til rannsókna á breytingum lands.