Styrkur til innleiðingar Copernicus á Íslandi
Eins og kunnugt er þá eru Landmælingar Íslands tengiliður Íslands við Copernicus verkefni Evrópusambandsins. Fyrir allnokkru sótti stofnunin um styrk til Evrópusambandsins til að auka notkun gagna Copernicus á Íslandi og hefur umsóknin nú verið samþykkt. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um þrjú ár og hefur stofnunin samið við Space Iceland um hluta framkvæmdinnar.