Fara í efni

Stafræn gögn EuroGeographics gjaldfrjáls

Þann 8. mars síðastliðinn opnuðu EuroGeographics, samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu, aðgang að stafrænum landfræðilegum gögnum í mælikvarðanum 1:1 milljón til gjaldfrjálsra nota. Um er að ræða gögn sem framleidd hafa verið úr opinberum gögnum sem aðilar samtakanna hafa veitt aðgang að

Með gjaldfrjálsu aðgengi að gögnunum stíga EuroGeographics stórt framfaraskref þar sem notendur í 45 Evrópulöndum þ.á.m. Íslandi geta nú hlaðið þeim niður og notað þvert á landamæri s.s. við áætlunagerð, eftirlit og á sviði umhverfismála.

Nánari upplýsingar um gjaldfrjálsu gögnin má sjá heimasíðu EuroGeographics:
http://www.eurogeographics.org/news/pan-european-open-data-available-online-eurogeographics
http://www.eurogeographics.org/form/topographic-data-eurogeographics

Â