Spot-5 myndatöku af Íslandi að ljúka
Í sumar hefur gengið vel að ná þeim myndum sem vantaði til að SPOT-5 gervitunglamyndir næðu að þekja allt Ísland.
Ingvar Matthíasson, sérfræðingur á mælingasviði LMÍ, segir að nú eigi aðeins eftir að ná fjórum myndum og séu vonir bundnar við að það takist í haust
SPOT-5 gervituglamyndir eru teknar af franska gervitunglinu SPOT-5 og hafa alla þá kosti sem lengi hefur verið beðið eftir.
Myndirnar eru fjölrása með mikla greinihæfni eða 2,5m og nær hver mynd yfir víðáttumikið svæði.
Myndir sem þessar eru mjög mikilvæg grunngögn fyrir söfnun og uppfærslu landupplýsinga, margs konar náttúrurannsóknir, skipulagsvinnu og kortagerð.
Undanfarin ár hafa nokkrar innlendar stofnanir undir forystu Landmælinga Íslands staðið sameiginlega að kaupum á SPOT-5 myndum af Íslandi.