Sparnaður við áburðardreifingu
Landmælingar Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hvanneyrarbúið tóku höndum saman til að finna ódýra leið til að nota IceCORS jarðstöðvakerfið til að auka hagkvæmni í áburðardreifingu. Lykilatriði var að finna ódýran GNSS-búnað og hugbúnað en auk þess þarf nettengda spjaldtölvu. Bændablaðið fjallaði um þessa skemmtilegut tilraun í síðasta tölublaði.