Fara í efni

Ísland, Noregur og Slóvenía gera með sér samstarfssamning

Í dag 1. október 2013 undirrituðu forstjórar Landmælinga Íslands, kortastofnunar Noregs (The Norwegian Mapping Authority) og ráðuneyti grunngerðar, skipulags og landupplýsinga í Sloveníu (The Ministry of Infrastructure Spatial Planning, Surveying and Mapping Authority of the Republic of Sloveniea) samstarfssamning um miðlun þekkingar og stuðning á sviði landmælinga og landupplýsinga í Slóveníu. Kostnaður við verkefnið er greiddur af Þróunarsjóði EFTA og Noregs. (http://eeagrants.org/Who-we-are).

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins sem fram fór í Varsjá í Póllandi á ársfundi EuroGeographics (samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu) en á henni f.v. er Anne Cathrine Fröstrup forstjóri Statens Kartverk í Noregi, Tomaz Petek yfirmaður grunngerðar landupplýsinga frá Slóveníu og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.

Â