Fara í efni

Skandinavískt staðlasamstarf

Eitt af föstum verkefnum Landmælinga Íslands er innleiðing og þróun staðla á sviði landupplýsinga. Stofnunin tekur þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna, þar sem fjallað er um þróun ISO TC 211 staðlanna en það eru evrópskir tæknistaðlar á sviði landupplýsinga.

 Í byrjun mánaðarins fór fram árlegur samstarfsfundur norræna staðlahópsins og fór hann í þetta skipti fram hér á landi. Á fundinum voru 10 aðilar frá ýmsum skandinavískum stofnunum sem tengjast staðlaverkefnum