Skaftafell og fleiri staðir lyftast upp
Starfsfólk Landmælinga Íslands hefur gefið kortum Vatnajökulsþjóðgarðs upplyftingu en nú er hægt að skoða öll kort þjóðgarðsins í þrívídd og eru þau aðgengileg á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Þessi framsetning á kortunum er unnin í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarðinn og er tilgangurinn að auðvelda fólki að sjá fyrir sér landslagið sem kortin ná yfir. Þar sem Íslendingar eru nú í óða önn að pakka niður tjaldi og prímus fyrir ferðalög sumarsins (líklega eru flestir að pakka í hjólhýsi eða ferðavagna, enda þekkjum við kaldar sumarnætur) er einnig komið að skipulagi sumarfrísins. Við hjá Landmælingum hvetjum ykkur til að kynna ykkur perlur landsins sem felast í Þjóðgörðunum og byrja á að verða kunnug staðháttum með því að skoða þrívíddarkortin.
Skemmtið ykkur vel enda höfðum við gaman að því að „poppa“ þessi kort svolítið upp.