Fara í efni

Ísbirnir eða snjóskaflar?

 Á dögunum fór fram leit að ísbjörnum í Hælavík eftir að hópur fólks taldi sig sjá tvo ísbirni við Hvannadalsvatn. Eða eins og kemur fram á bloggi eins leiðangursmanna" Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Svo gengum við á Hælavíkurbjarg, eyddum deginum í rólegheitum þar og hugsuðum ekkert um þetta meir. Þegar við komum sömu leið til baka - sjö tímum síðar - voru deplarnir HORFNIR

 "Voru þetta ísbirnir? Veit ekki. Voru það álftir? Útilokað. Mávager? Nei. Snjóskaflar? Hugsanlega. Þennan dag var heiðskír himinn og mikil sólbráð á fjöllum. Tveir litlir skaflar gætu hugsanlega hafa bráðnað niður á sjö klukkutímum, hafi þeir verið orðnir mjög þunnir. " Blogg höfundar.

 SPOT5 mynd og loftmyndir í eigu LMÍ sýna að á þessum stað geta verið skaflar á þessum tíma en einnig að sum ár séu þeir ekki til staðar.  Meðfylgjandi er SPOT5 mynd af Hvannadalsvatni með "ísbjörnum".

Â