Fara í efni

Samstarfssamningur um Landlýsingu

Á dögunum var samstarfssamningur LÍSU og Landmælinga Íslands um lýsigagnavefinn Landlýsingu undirritaður. Í samningnum er áframhaldandi skráning upplýsinga um landfræðileg gögn í Landlýsingu tryggð. Landmælingar sjá um vistun hugbúnaðarins og aðgengi en nefnd á vegum samtaka LÍSU kemur til með að leita eftir nýskráningum og hvetja til uppfærslna á eldri upplýsingum.
   
Þetta fyrirkomulag sem hefur verið haft undanfarin ár hefur reynst vel og því var ákveðið að halda því áfram. Á vegum Landmælinga er unnið að þróun nýs lýsigagnavefs í tengslum við INSPIRE tilskipunina.