Fara í efni

Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar

Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða vatnafar landsins, s.s. staðsetningu vatna, fossa og flúða og er LMÍ heimilt að nota afleidd gögn í gagnagrunnum sínum til frekari dreifingar.   Á myndinni, sem tekin var við undirritun samningsins, eru Sigurður Guðjónsson forstjóri Veiðimálastofnunar og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.