Fara í efni

Samstarfssamningur endurnýjaður

Stjórnendur norrænna korta- og fasteignastofnana funduðu á Flúðum dagana 24. – 26. september sl. Hópurinn hittist árlega og fer yfir samstarfið á árinu og það sem helst er á döfinni í þeim málaflokkum sem stofnanirnar sinna. Sérstakir gestir fundarins að þessu sinni voru fulltrúar kortastofnana Kanada og Bandaríkjanna.

Á fundinum var nýr samstarfssamningur stofnananna endurnýjaður til að endurspegla betur breytingar í samstarfinu og tæknilega þróun. Þær stofnanir sem eru aðilar að samningnum eru Náttúrufræðistofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Klimadatastyrelsen og Geodatastyrelsen í Danmörku, Lantmäteriet í Svíþjóð, Kartverket í Noregi, Umhvørvisstovan í Færeyjum, Maanmitauslaitos í Finnlandi og Asiaq og Naalakkersuisut í Grænlandi.