Samstarf norrænna kortastofnana styrkt
Norrænt samstarf á sviði korta- og landupplýsinga er mjög mikilvægur faglegur vettvangur til að afla og miðla þekkingu á sérhæfðu sviði. Árið 1992 var fyrst undirritaður samningur norrænna kortastofnana um slíkt samstarf og árlega hafa stjórnendur stofnananna hist til að marka stefnuna og taka stöðuna í þeim fjölmörgu verkefnum sem stofnanirnar vinna í sameiningu að. Þann 19. ágúst síðastliðinn var haldinn fundur forstjóra norræanna kortastofnana í Nuuk á Grænlandi. Á fundinum var nýr samningur milli norrænna korta- og fasteignastofnana um samstarfið undirritaður og jafnframt var samþykkt ný metnaðarfull stefnumörkun. Í samningnum kemur meðal annars fram aða aðilar vilja styrkja enn frekar núverandi samstarf og viðhalda trausti sem miðar að upplýsingamiðlum, persónulegum tengslum og tengslaneti. Aðilar að þessum samningi á Íslandi eru Landmælingar Íslands og Þjóðskrá Íslands.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá stjórnendur norrænna korta- og fasteignastofna sem sóttu fundinn í Nuuk. F.v.: Georg Jensen, Danmörku, Thomas Gaarde Madsen, Grænlandi, Magnús Guðmundsson, Íslandi, Anne Cathrine Fröstrup, Noregi, Margrét Hauksdóttir, Íslandi, Bengt Kjellson, Svíþjóð, Arvo Kokkonen, Finnlandi og Petur Nielsen, Færeyjum.
Â
Â
Â