Samráðshópur Þjóðskrár Íslands og Landmælinga Íslands. Fyrir miðju eru Margrét Hauksdóttir og Magnús Guðmundsson forstjórar.
Dagana 29. – 30. janúar síðastliðinn hittust fulltrúar Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands á fundi á Akureyri til að ræða samstarf og miðlun þekkingar og gagna á milli stofnananna. Báðar stofnanir sinna mikilvægum verkefnum fyrir samfélagið þar sem landmælingar, kortagerð og ýmsar landupplýsingar koma við sögu og því mikilvægt að vinna þétt sama. Fundurinn gekk mjög vel og eru fleiri fundir áformaðir á næstu vikum til að þróa og efla samstarfið.