Fara í efni

Samræmingarnefnd leggur fram tillögur um grunngerð landupplýsinga

Málaflokkurinn landmælingar og grunnkortagerð þ.m.t. grunngerð landupplýsinga er á ábyrgðarsviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fara Landmælingar Íslands með framkvæmd laga nr. 44/2011 um grunngerð stafrænna landupplýsinga. Skal stofnunin m.a. sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar og vera stjórnvöldum til ráðgjafar til að skyldum samkvæmt framangreindum lögum sé fullnægt. Samkvæmt sömu lögum er gert ráð fyrir að starfrækt sé samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar sem myndi ljúka störfum í árslok 2013. Nefndin var skipuð af umhverfisráðherra í nóvember 2011 og var hlutverk hennar að vinna að fyrstu aðgerðaáætlun og aðstoða stjórnvöld við frekari stefnumótun á þessu sviði. Eftirtalin voru skipuð í nefndina: • Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur, umhverfisráðuneyti, formaður (janúar 2012-des 2012); • Áki Ármann Jónsson, sviðsstjóri, tilnefndur af umhverfisráðuneyti; • Borgar Páll Bragason, sérfræðingur, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti; • Karólína Guðjónsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jörgen Þormóðsson sérfræðingur tók sæti hennar haustið 2012; • Magnús Guðmundsson, forstjóri, tilnefndur af Landmælingum Íslands; • Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti; • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti. Friðfinnur Skaftason, sérfræðingur, tók sæti hennar haustið 2012; • Þorgeir Ólafsson, sérfræðingur, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti. Þorgeir tók þátt í starfi nefndarinnar fyrra starfsárið; • Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af samtökum um landupplýsingar á Íslandi; • Þorvaldur Bragason, sérfræðingur, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti. Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, tók við af Sesselju Bjarnadóttur sem formaður í janúar 2013. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar, hjá Landmælingum Íslands hefur starfaði með nefndinni frá árslokum 2012. Fyrsta aðgerðaáætlun nefndarinar hefur nú verið lögð fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar 1. janúar 2014. Í aðgerðaráætluninni eru ýmsar tillögur sem miða að því að tryggja örugga samþættingu og aðgengi að landupplýsingum þegar þeirra er þörf. Meðal annars leggur nefndin til að mótuð verði heildarstefna landupplýsinga og að hún liggi fyrir eigi síðar en 1. janúar 2015. Tillögur nefndarinnar má lesa í heild sinni á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á eftirfarandir slóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/adgerdaaaetlun-INSPIRE-eitt-skjal.pdf Â