Sameinuðu þjóðirnar styrkja alþjóðlegt samstarf um landmælingar og notkun landupplýsinga
Frá árinu 2011 hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið að samstarfi á sviði landmælinga og landupplýsinga meðal allra aðildarþjóða sinna undir formerkjum GGIM (Global Geosaptial InformationManagement). Aðild að því samstarfi hafa aðallega átt korta- og fasteignastofnanir, Hagstofur og ráðuneyti í aðildarlöndunum og er tilefnið að auka samstarf, samræmd
vinnubrögð og skilning á því að landupplýsingar og kortagögn skipta miklu máli m.a. til að bregðast við aukinni tíðni náttúruhamfara og áfalla í heiminum og til að styðja við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálbærni til ársins 2030 (https://youtu.be/Mkge03NJhfU). Landmælingar Íslands hafa verið virkur þátttakandi í þessu verkefni frá upphafi og fylgjast vel með framvindu GGIM verkefnisins.
Dagana 3.-5. ágúst 2016 var haldinn árlegur fundur GGIM hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og sóttu fundinn um 250 fulltrúar frá yfir 86 þjóðlöndum. Fulltrúi Íslands á fundinum var Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.
Á fundinum í New York sem gekk mjög vel var m.a. ákveðið að vinnuhópur um landmælingar sem starfað hefur á vegum UN-GGIM verði framvegis sérstök nefnd innan Sameinuðu þjóðanna. Það þykir mikil viðurkenning á þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum og mun sú ákvörðun styrkja enn frekar alþjóðlegt samstarf á sviði landmælinga og vöktunar jarðar. Á fundinum voru einnig samþykktar skýrslur og ályktanir ýmissa annarra vinnuhópa UN-GGIM og auk þess var ákveðið að stofna til tengslaneta við háskóla og einkafyrirtæki sem starfa á sviði landupplýsinga og landmælinga.
Áður en fundurinn hófst heimsótti Magnús skrifstofur Fastenefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hitti þar Einar Gunnarsson sendiherra, Nikulás Hannigan varafastafulltrúa og Þorvarð Atla Þórsson þar sem rætt var um UN-GGIM verkefnið og hlutverk Landmælinga Íslands í alþjóðlegum verkefnum sem tengjast kortum- og landupplýsingum s.s. á norðuslóðum.
Â
Â
Â
Â
Frekari upplýsingar:
- org: Global geodesi og samarbeid om en bærekraftig global geodetisk referanseramme
- FNs ekspertkomité UN-GGIM: United Nations Committee of Experts on Global Geospatial Information Management
- FN-resolusjon styrker klimaovervåkingen