Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga
Þann 30. apríl næstkomandi, munu Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu standa fyrir ráðstefnu undir heitinu Á réttri leið þar sem fjallað verður um innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík og stendur frá kl 09:00 – 15:15.
Á ráðstefnuni verður rætt um hvert hefur miðað í innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipunarinnar á Íslandi. Fyrirlesarar verða frá nokkrum stofnunum á Íslandi sem vinna með landupplýsingar, þá verða erlendir fyrirlesarar sem munu fjalla um tengsl INSPIRE og eENVplus verkefnis Evrópusambandsins.
Skráning á ráðstefnuna er þegar hafin, en hægt er að skrá sig fyrir 24. apríl með því að senda póst á jensina@lmi.is