Fara í efni

Ársskýrsla 2016

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2016 er komin út. Líkt og undanfarin ár er hún gefin út á rafrænu formi og er aðgengileg hér á vef stofnunarinnar.  Árið 2016 var 60 ára afmælisár Landmælinga Íslands og í ársskýrslunni er m.a. stiklað á stóru í sögu stofnunarinnar. Sagt er frá helstu verkefnum á afmælisárinu og ber þar hæst endurmæling hnitakerfisins, ný Landupplýsingagátt og nýjar kortasjár. Þá kemur fram að rekstur Landmælinga Íslands hafi gengið vel og fjármál stofnunarinnar verið í góðu jafnvægi. Ársskýrslan sem flettiforrit. Ársskýrslan sem pdf. Â