Fara í efni

Ársþing evrópskra landmælingamanna

Dagana 26. – 27. september síðastliðinn héldu samtök landmælingamanna í Evrópu, CLGE, ársþing sitt á Íslandi. Landmælingar Íslands eru meðlimir í þessum samtökum sem eru sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa í landmælingageiranum í Evrópu. Markmið samtakanna er meðal annars  að miðla þekkingu og skipuleggja menntun á sviði landmælingafræða, en fulltrúar Íslands á ársþinginu héldu einmitt kynningu á stöðu þessara mála hér á landi. Að auki funduðu vinnuhópar þar sem gefin voru góð ráð og mikilvægar upplýsingar veittar um hvernig standa ætti sem best að uppbyggingu fagsins hér á landi. Alls sóttu ársþingið 60 þátttakendur frá 31 þjóð og flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra setningarræðuna. Í ræðu hans kom meðal annars fram að vaxandi þörf er á að skerpa á öllu regluverki í kringum landmælingar á Íslandi.