Ársþing EuroGeographics 2017 í Vínarborg
Ársþing EuroGeographics samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu, var haldið dagana 1. – 3. október 2017 í Vínarborg. Fulltrúar frá 52 korta- og fasteignastofnunum frá 42 löndum Evrópu tóku þátt í þinginu og voru fulltrúar Þjóðskrár Íslands og Landmælinga Íslands þar á meðal. Ársþingið var haldið í húsnæði austurrísku kortastofnunarinnar BEV (Bundesamt für Eich- und Vermessungswesen). Auk hefðbundinna starfa á þinginu voru meðal annars fluttir fyrirlestrara og rætt um hraðar breytingar á tækni og samfélagi þar sem meðal annars var rætt um sjálfkeyrandi ökutæki, áhrif svokallaðs disruptive technologies, lögfræðilegar áskoranir stafrænu tækninnar og svokölluð block-chain tækni.