Fara í efni

Örnefni af Akranesi á kortið

Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands vinna að skráningu örnefna

  Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður hafa ákveðið að vinna að söfnun og skráningu örnefna í bæjarlandi Akraness. Samstarf þetta er þróunarverkefni til að tryggja að upplýsingar um örnefni tapist ekki og til að miðla upplýsingum um þau til samfélagsins. Báðir aðilar munu standa að söfnun heimilda um staðsetningu og rithátt örnefna en Landmælingar Íslands sjá um að skrá örnefnin í landfræðilegt upplýsingakerfi. Stefnt er að því að niðurstöður þessa verkefnis verði gerðar aðgengilegar á vefnum auk þess sem hægt verður að nýta örnefnin í ýmsum tilgangi s.s. í tengslum við kortagerð, útivist, ferðaþjónustu og skipulagsmál.    Myndin var tekin þegar Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands (t.v.) og Þorvaldur Vestmann Magnússon framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar undirrituðu samstarfssamning 25. mars s.l. Â