Fara í efni

Þörf á mynd- og hæðargögnum

Landmælingar Íslands hafa afhent umhverfis- og auðlindaráðuneytinu skýrslu þar sem fram kemur þörf opinberra aðila á myndgögnum og hæðarlíkani af Íslandi. Tilgangur þarfagreiningarinnar var að uppfylla verkefni sem Landmælingar Íslands fengu frá ráðuneytinu þ.e. að kanna þörf á útboði á samræmdum myndgrunni og hæðarlíkani fyrir hið opinbera. Niðurstöður þarfagreiningarinnar eru þær mikil þörf á er á opnu aðgengi að myndgögnum fyrir opinbera aðila á Íslandi einkum með það í huga að allir séu að vinna á sama grunni og að allir opinberir aðilar hafi jafnt aðgengi að myndgögnum. Niðurstöður skýrslunar eru einnig að beðið skuli með útboð á nýju hæðarlíkani þar sem nýtt hæðarlíkan frá Bandaríkjamönnum sem nefnist Arctic DEM kunni að einhverju leiti að uppfylla kröfur hins opinbera.  Landmælingar Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands vinna nú að því að betrumbæta Arctic DEM líkanið með nýjum reikniaðgerðum í samvinnu við PGC í USA en með þessari samvinnu má búast við að DEM PGC verði bætt fyrir heiminn allan.