Rafræn gagnaskil
Samkvæmt reglum Þjóðskjalasafns Íslands um rafræn opinber gögn ber Landmælingum Íslands, líkt og öðrum opinberum stofnunum, að skila gögnum sem verða til hjá stofnuninni á rafrænan hátt til varanlegrar varðveislu hjá Þjóðskjalasafns Íslands.
Fyrstu skil hafa nú farið fram og var rafrænum gögnum sem urðu til á árunum 2016 til 2020 skilað. Fjöldi mála sem skilað var voru 1.093 og fjöldi skjala, minnisblaða og tölvupósta rúmlega 52.000. Landmælingar Íslands hafa um árabil notað gagnakerfið GoPro.net til varðveislu gagna og áhersla hefur verið lögð á að öll skjöl sem verða til séu á rafrænu formi og að útprentun pappírskjala heyri sögunni til. Hafin er vinna við rafræn skil frá árunum 2011 - 2015 en skjölum sem urðu til fyrir þann tíma verður skilað á pappír.