Örnefni nálgast 150 þúsund
Örnefni í örnefnagrunni Landmælinga Íslands eru í stöðugri uppfærslu. Í vefsjám og vefþjónustum LMÍ eru örnefnin uppfærð vikulega en ársfjórðungslega eru þau uppfærð til niðurhals í IS 50V gagnagrunninum.
Í kjölfar Hvar er? átaksins hafa skráningar tekið nokkurn kipp og voru nýskráningar og lagfæringar 4900 frá síðustu útgáfu. Það þýðir að nú eru tæplega 149.000 örnefni í örnefnagrunni LMÍ, sjá nánar í Lýsigagnagátt https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/eng/catalog.search#/metadata/AED93950-4043-4D42-B8F8-C118611F33C9
Markmið Hvar er? átaksins er að staðsetja sem flest örnefni úr örnefnaskrám sem nýlega voru gerðar aðgengilegar á vefnum Nafnið.is og fjölga skráningaraðilum örnefna í landinu. Staðsett örnefni verða að lokum færð inn í örnefnagrunn Landmælinga Íslands sem er opinn öllum og aðgengilegur.
Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Hvar er? verkefnið
Hér er hægt að skoða myndband um Hvar er? landsátakið