Nýr dróni
Landmælingar Íslands hafa fest kaup á dróna til nota við hin ýmsu verkefni. Dróninn er af gerðinni DJI Martice 300 RTK og fylgir honum fullkomin myndavél til loftmyndatöku, svokölluð Zenmuse P1 myndavél. Helstu verkefni drónans verða að bæta núverandi gögn LMÍ s.s. með því að kortleggja viðmiðunarsvæði fyrir gervitunglamyndir og yfirborðsgreiningu, kortleggja minni svæði vegna landbreytinga, s.s. útlínur hrauns og mæling strandlínu.