Fara í efni

Nýjar myndir og gögn af umbrotasvæðinu

Myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landmælinga Íslands náði að fljúga yfir umbrotasvæðið í gær, skömmu eftir að eldgos hófst í Sundhnjúksgígaröðinni. Myndin er eins og aðrar sem teknar hafa verið af umbrotasvæðunum, aðgengileg  í Umbrotasjá LMÍ. Þar má einnig skoða ýmis viðbótargögn eins og útbreiðslu hrauns og varnargarða.