Nýjar myndir af umbrotasvæðinu
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands fóru í mælingaflug yfir gosstöðvarnar þann 8. apríl sl. Út frá þeim gögnum sem safnað var í fluginu var hægt að leggja mat á stærð hraunbreiðunnar og hraunflæði í eldgosinu. Meðal annars kom í ljós að hraunbreiðan er nú orðin meira en 6 ferkílómetrar að stærð.
Hægt er að skoða nýjust gögn í Umbrotasjá LMÍ.
Ekki er síður fróðlegt að velta þeim fyrir sér í þrívídd.