Ný Landupplýsingagátt
Ný Landupplýsingagátt var formlega opnuð þann 21. júní þegar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson heimsótti Landmælingar Íslands.
Landupplýsingagáttin er starfrækt í samræmi við lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar frá árinu 2011. Þar kemur fram að opinberum aðilum beri að miðla stafrænum landupplýsingum á samræmdan hátt og að stofnanir eigi að veita aðgang að niðurhals- og skoðunarþjónustum. Tilgangurinn með starfrækslu Landupplýsingagáttar er einmitt að bæta aðgengi að staðtengdum gögnum og upplýsingum um þau (lýsigögn), ásamt því að gera gögnin aðgengileg í gegnum niðurhals- og skoðunarþjónustur. Mjög gott samstarf hefur verið í gegnum tíðina við þátttakendur í grunngerðarverkefninu og nú eiga 27 opinberir aðilar fjölmörg gagnasett sem tilheyra 28 þemum í Landupplýsingagáttinni. Hugbúnaðurinn á bak við öll vefsjárkerfi Landmælinga Íslands er skrifaður af forriturum stofnunarinnar og byggir að mestu á opnum lausnum.
Landupplýsingagáttin styður við megin framtíðarsýn Landmælinga Íslands þar sem brýnt er að landupplýsingar verði nýttar sem lykilgögn við ákvarðanatöku þar sem það á við.
Landupplýsiagátt Landmælinga Íslands