Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
Í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, sem kom út í október síðastliðnum er fróðlegt viðtal við Guðmund Valsson mælingarverkfræðing um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur Guðmundur unnið að uppbyggingu og viðhaldi á sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland, með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar. Í viðtalinu við Guðmund kemur fram að mælingar á landshæðarneti hafi hafist árið 1992 og umræðan um sameiginlegt hæðarkerfi nái aftur til ársins 1971 þegar Verkfræðingafélag Íslands ályktaði um þörfina á sameiginlegu hæðarneti. Guðmundur segir að markmiðið hafi alltaf verið eitt sameiginlegt hæðarkerfi fyrir allt landið, verkefnið sé gríðarlega stórt og í eðli sínu langtímaverkefni. Viðtalið við Guðmund má lesa hér.